Sala veiðileyfa í Bjarnarfjarðará og Goðdalsá

Veiðileyfi eru núna seld á Veiðitorgi


Nú er búið að opna á sölu veiðileyfa í Bjarnarfjarðará og Goðdalsá á Veiðitorgi. Seldar eru 4 stangir á dag í Bjarnarfjarðará og 2 í Goðdalsá.

Athugið að 5.000 kr fást endurgreiddar af veiðileyfinu við skila á veiðitölum í rafræna veiðibók

Landeigendur í Goðdal benda þó vinsamlegast á að lítið sem enginn fiskur veiðist í Goðdalsá fyrr en upp úr miðjum júlí og að vegurinn þangað sé viðkvæmur fyrir umferð vegna aurbleytu. Auk þess eru brýrnar yfir Sunndalá og Goðdalsá varasamar og með takmarkaða burðargetu, en flestir keyra yfir vaðið.

Veiðimenn eru alfarið á eigin ábyrgð og við biðjum þá um að sýna landeigendum tillitssemi með skynsamlegri notkun vegar og sem minnstu ónæði.

Njótið vel!

11 svör to “Sala veiðileyfa í Bjarnarfjarðará og Goðdalsá”

 1. Hörður Olavson Says:

  Skipting veiðidaga sumarði 2021: https://bleikja.net/about/veidileyfi/

 2. Hörður Olavson Says:

  Skipting veiðidaga 2019 er komin á vefinn: https://bleikja.net/about/veidileyfi/

  • Sigfús Bergmann Says:

   Sæll Framnes er oftast sett á miðvikudögum er þetta rugl í uppsetningunni eða bara sérvalið. Skiptingar okkar eru alltaf frá fimmtudegi til fimmtudags, væri betra að hafa þetta meira random

   • Hörður Olavson Says:

    Sæll Sigfús, Að ósk ykkar í Framnesi gæti ég þess að úthluta ykkur ekki veiði á fimmtudögum. Veiðidagar færast aftur um 2 daga á ári og þetta árið falla dagar Framnes á miðvikudaga og sunnudaga og næsta sumar í flestum tilfellum á föstudaga og mánudaga.

 3. Arnlín Óladóttir Says:

  ó, sem sagt ef við eigum EKKI fimmtudaga

  • Hörður Olavson Says:

   Ég hef farið að ósk Framnesinga og passað að þeir fái ekki fimmtudaga.

 4. Arnlín Óladóttir Says:

  Ef við eigum fimmtudaga er okkur á Bakka alveg sama að skipta

 5. Hörður Olavson Says:

  Leiðrétt ártal dagsetningum

 6. Hörður Olavson Says:

  Skipting veiðidaga er komin inn á vefinn – sjá: https://bleikja.net/veidileyfi/

  Hörður

 7. Hörður Olavson Says:

  Sæll Smari,

  Það er sjalfsagt að reyna að taka tillit til oska ykkar i Framnesi við næstu uthlutun. En þvi miður verður þessi uthlutun að standa.

  Kveðja, Hörður

 8. SmáriEinarsson Says:

  skipting veiðidaga,gengur ekki gagnvart Framnesi. við getum ekki notað fimmtudaga,þeir eru skiptidagar hjá okkur. allir aðrir dagar eru í lagi.
  Þá væri mjög æskilegt að hafa sem jafnast úthlutunn á milli fimmtudaga sérstaklega frá 15/7 – 26/8

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: