Sala veiðileyfa í Bjarnarfjarðará og Goðdalsá

Veiðileyfi eru núna seld á Veiðitorgi


Nú er búið að opna á sölu veiðileyfa í Bjarnarfjarðará og Goðdalsá á Veiðitorgi. Seldar eru 4 stangir á dag í Bjarnarfjarðará og 2 í Goðdalsá.

Athugið að 5.000 kr fást endurgreiddar af veiðileyfinu við skila á veiðitölum í rafræna veiðibók

Landeigendur í Goðdal benda þó vinsamlegast á að lítið sem enginn fiskur veiðist í Goðdalsá fyrr en upp úr miðjum júlí og að vegurinn þangað sé viðkvæmur fyrir umferð vegna aurbleytu. Auk þess eru brýrnar yfir Sunndalá og Goðdalsá varasamar og með takmarkaða burðargetu, en flestir keyra yfir vaðið.

Veiðimenn eru alfarið á eigin ábyrgð og við biðjum þá um að sýna landeigendum tillitssemi með skynsamlegri notkun vegar og sem minnstu ónæði.

Njótið vel!

Færðu inn athugasemd